13.10.04

Frettabladid.

Á hverjum morgni kemur fólk að útidyrahurðinni minni og setur blað innum lúguna, algerlega óumbeðið.

Venjulega eru þau aldrei á ferdinni fyrr en akkurat um hálfátta, en um helgina bar ekkert á blaðinu fyrr en eftir hádegi. Yfirleitt les ég i gegnum blaðið hratt, gríp fyrirsagnir, og stundum lendi ég a góðri síðu þar sem er kannski eitt sniðugt viðtal við einn af óteljandi athyglissjúkum Reykvíkingnum á framabraut (hann er alla vega pottþétt í rosa spennandi starfi sem gerir miklar kröfur..), stutt og laggóð grein um líðandi stund og jafnvel ein menningarumfjöllun. Ávallt les ég bakþankana, og hef mikið velt fyrir mér að sækja um stöðu sem bakþenkjari hjá Fréttablaðinu. Einnig þykir mér mikið til þess koma hvernig Finnur Torfi gagnrýnir tónlist, og finnst jafnan skemmtilegt ad lesa þá pistla. Sérstaklega auðvitað ef eitthvað er ekki alveg nógu gott... hehehehe..Svo eru skrýtlurnar góðar og þá Rocky og súrrealísku englarnir Pú og Pa ávallt mjög frumlegir.
En hvað sem því líður þá er fréttablaðið oft óttalegur snepill sem ég kæri mig ekki endilega alltaf um að fá inn í mína litlu íbúð, óumbeðið. Nú er svo komið að fréttablaðið flæðir um alla ibúð. Síðurnar teygja sig um öll gólf og borð, upp a miðja veggi, inn a baðherbergi og upp í rúm, náttborðið er orðið ósýnilegt og blaðið reynir líka að gleypa námsbækurnar með húð og hári. Á morgnana breiðir það úr sér yfir ristaða brauðið og tebollann og glennir sig út fyrir framan mig, hvar sem ég stend í íbúðinni. Á kvöldin er það skyndilega undir rúmi og bídur þess að ég fálmi óvart eftir því í leit að einhverju öðru. Og hvar bíður það mín allra helst, jú, samanbrotið og sakleysislegt, jafnvel kurtieisislegt í gini bréfalúgunnar, klukkan 7 36 á hverjum einasta *#*#*#*# morgni.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home