5.12.08

Jólasól

Já jólin í ár verða ekki auðveld fyrir marga.

Frekar en jól fyrri ára.

Þegar ég var yngri fylltist ég kvíða yfir því að jólin gætu orðið einhvern tímann öðruvísi en mín bernskujól.
Seinna komst ég svo að því að ég er ekki svo æst í að halda í hefðirnar hvað jólahald varðar, enda eru jólin fyrst og fremst í hjartanu manns og ekki svo naujið hvað maður borðar, eða hvar eða klukkan hvað.
Mér er tildæmis minnisstæð miðnæturjólamessa í bænum Crnobel eða eitthvað slíkt, í Slóveníu þar sem við fórum á kaffihús eftir messu, en í matinn hafði verið mikið af sushi og ýmsum salötum en reyndar rataði þar inn líka Waldorfsalat og Möndlugrauturinn góði. Það voru dásamleg jól, fyrstu jól mín fjarri fjölskyldunni og örlítið mellódramatísk eftir því. Íslensk jól eru nefninleg sérhátíðleg. Held ég. Allt lokað á Aðfangadagskvöld ekki satt og enginn að fara á barinn á miðnætti eins og víða í Evrópu. En kannski mun þetta breytast líka hér eins og annars staðar.

Jæja best að fara að gera eitthvað.

|

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home